28.1.2009 | 16:47
Hvað er svo nýtt? Er eitthvað að frétta ?
Sama gamla súpan í sömu gömlu skálinni, úr sama gamla pottinum.....aðeins öðruvísi á litinn....
...má ég biðja um matseðilinn takk. Hvorki þjónninn né kokkurinn ráða því hvað ég borða, þetta er minn magi, og mínir peningar, minn tími og mín ákvörðun.
Burt með flokkakerfið, burt með þingræðið!!
Býst við stjórn á laugardag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Bloggvinir
- jevbmaack
- killjoker
- malacai
- hallarut
- what
- zeriaph
- gisligislason
- birtabeib
- skarfur
- nanna
- gunnipallikokkur
- skelfingmodur
- berglindnanna
- kristjan9
- ylfamist
- halkatla
- lovelikeblood
- laufabraud
- gustibe
- reykur
- kisabella
- asdisran
- baldher
- benna
- storyteller
- gattin
- baenamaer
- rafdrottinn
- ews
- ma
- fingurbjorg
- lillo
- guggap
- zumann
- hreinn23
- cigar
- blekpenni
- hehau
- hist
- disdis
- hlynurh
- holmdish
- ingibjorgelsa
- jakobk
- kreppan
- jogamagg
- jomar
- jas
- juljul
- stjaniloga
- larahanna
- maggadora
- offari
- veffari
- huldumenn
- raksig
- rannveigh
- robertb
- rutlaskutla
- runirokk
- salvor
- sibba
- sigurdursig
- sigur
- ssj
- skattborgari
- scorpio
- kerubi
- ace
- nordurljos1
- mubblurnar
- vefritid
- mannamal
- thj41
- toro
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig lýst þér á að fá Lúðvik í dómsmála? Heldur þetta fólk að við höfum bara verið að mótmæla spillingu í Sjálfgræðgisflokknum. Ekki aldeilis félagi.
Rut Sumarliðadóttir, 28.1.2009 kl. 17:05
Já þetta er enn eitt dæmið um takmarkalausan hroka flokksgæðinganna. Burt með flokkakerfið, burt með þingræðið!
Haraldur Davíðsson, 28.1.2009 kl. 17:17
þetta er bara neyðarstjórn sem mun starfa í stuttan tíma. Lúðvík á sannarlega ekki heima í henni. Svo fáum viðkosnigar fljótlega. Vonandi getum við breytt einhverju fram að þeim. Og svo með þeim. Jóhanna mun standa sig.
Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2009 kl. 18:18
Það þarf einhvernveginn að gera þessu fólki ljóst að það er nýtt kerfi sem við viljum, ekki nýr flokkur...en það virðist ganga illa hjá þeim að skilja...flokkarnir allir eru að velta sér uppúr því að bráðum koma kosningar og þá ætla þeir sér stóra hluti....þeim er bara ekki ætlað neitt annað en að viðurkenna að flokkakerfið er búið að vera. Auðvitað er það snúið fyrir þau að vðurkenna sitt eigið fánýti...og það þarf kjark til..en við fáum bara hroka...
Haraldur Davíðsson, 28.1.2009 kl. 18:22
Gott hjá þér Haraldur, en ansi er ég hrædd um að við breytum engu.
Flokkakerfið verður áfram það er von ef að kemur sterkur flokkur inn í næstu kosningum, en tel tíman vera of stuttan, og sannleikurinn er bara sá að fólk þorir ekki að breyta er á hólminn er komið.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2009 kl. 21:28
Ekki skrýtið þó við munum ekki eftir 18 grýlna jakkanum.. kannski var ég bara í honum. En þú kannt að koma lykilatriðum frá þér í stuttum texta. Flokkræðið og þingræðið. Var ekki verið að mótmæla því? Byltingin var ekki til þess að skipta fólki inn á? Við þurfum endurhönnun á lýðræði og þ.a.l. lýðveldinu Íslandi. Nýtt fólk gerir ekki góða hluti með gallað kerfi. Kannski hefur blessunin hún Milla rétt fyrir sér? Skyldum við enn einu sinni guggna?
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:36
Ég vil helst ekki trúa því, ég er sannfærður um að við getum þetta alveg. Nú þegar eru stórir hópar fólks að byrja að tala saman, sumsstaðar er fólk að leggja drög að nýrri stjórnarskrá, annarsstaðar er verið að skoða kosningafyrirkomulag, osvfr.
Ég er kominn í samband við allavega 3 hópa sem eru að óska eftir fleira fólki til að skiptast á skoðunum við. Mig langar að tengja þessa hópa og fá sem allra flesta í umræðuna. Við þurfum að teikna nýtt Ísland, við höfum gert það áður, við getum gert það aftur!
Haraldur Davíðsson, 28.1.2009 kl. 21:52
Engan mötuneytismat takk.
Ég varð svo svöng af að lesa bloggið þitt, það eina sem að ég sá var súpa, borða og magi. þú ert örugglega góður kokkur, ég þarf ekki einu sinni að finna lyktina af matnum þínum til að fá vatn í munninn
Sporðdrekinn, 29.1.2009 kl. 03:36
Það munu verða breytingar en það er hætta á því að ef það koma margir nýir flokkar að þeir gömlu græði á því og þess vegna er nauðsýnlegt að ekki komi nema 1-2 nýjir flokkar sem eru sterkir og þá er hægt að kjósa þá.
Það er bara spurning hve margir munu ekki þora að kjósa þessa nýju af ótta við breytingar en ég velti því fyrir mér hvort að nýtt fólk geti verið verra og ég held varla.
Hannes, 29.1.2009 kl. 10:11
Sporðdreki, einhverntíma skal ég elda handa þér.....
Hannes, þessvegna væri best að grasrótin sameinaðist, og fólkið sjálft tæki ábyrgð á sínu vali...með þátttöku.
Haraldur Davíðsson, 29.1.2009 kl. 11:10
Það má bara helst vera einn flokkur því af gamalli reynslu þá gera fleiri ekkert.
Málið er einnig það að til þess að vinna á í kosningum með einn stóran og vel frambærilegan flokk verður að hamra járnið því annars gleymir fólk og fer í gamla farveginn. Og það er staðreynd.
Kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2009 kl. 16:08
Sorglega satt Milla.
Haraldur Davíðsson, 29.1.2009 kl. 18:11
Ég er alltaf til í góðan mat
Sporðdrekinn, 29.1.2009 kl. 20:57
Má til að svara Sporðdrekanum, bara að því að ég er sporðdreki.
Við erum líkar/lík í því að vera ætíð til í góðan mat.
Knús í krús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2009 kl. 21:05
Já heldur þú að þetta fylgi merkinu, Milla
Knús á móti
E.S. Ég er líka kvenkyns
Sporðdrekinn, 29.1.2009 kl. 21:19
Gott að vita það sporðdreki.
Knús á línuna
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2009 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.