Á bankabókum í bankaleyndarlöndum liggur uþb helmingur þeirra fjármuna sem við þurfum á að halda..

...og var stungið undan af löndum okkar sem víluðu ekki fyrir sér að spila þar með rúllettu með framtíð barnanna minna. Mér þætti gaman að vit hvort ríkisstjórn Panama hefði áhuga á að aflétta bankaleyndinni af ákveðnum reikningi, ef við í staðinn byðum t.d. hönnun á nýju og arðbærara orkuneti, þeas rafmagn, hjálp við fiskveiðar, inn- og útflutnings samninga....

Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að reyna öll ráð til að ná því fé og þeim eignum, sem var mjólkað útúr samfélaginu, ef breyta þarf lögum hér til þess þá gerum við það! Hvað er málið...upptaka fjármuna og eigna er leyfð hér við vissar aðstæður....en ekki þessar?

280 milljarðar úr Kaupþingi (lágmark), 100 milljarðar úr Landsbankanum...þetta er bara það sem komið hefur fram....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Algerlega sammála - látum ekki þá sem stolið hafa eða þeirra málpípur kasta ryki í augu okkar. Það mun allt sagt til að fá menn til að trúa að allir tilburðir í þá átt að endurheimta það fé sem stungið hefur verið undan séu "hæpnir lagalega" og stangist "hugsanlega" á við stjórnarskrá.

Nú duga engin vettlingatök, það er við forherta og siðlausa hvítflibbaræningja að eiga og það ÞARF að ná í ALLT það sem þeir hafa komið [lesist - stolið] undan!

Þór Ludwig Stiefel TORA, 29.1.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við eigum að ná í þessa peninga....breytum lögum ef þarf

Hólmdís Hjartardóttir, 29.1.2009 kl. 13:29

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ditto.

Rut Sumarliðadóttir, 29.1.2009 kl. 14:17

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Algjörlega sammála! Eitt af fyrstu verkum okkar þegar að við fólkið höfum sigrað flokksræðið í landinu!

Guðni Karl Harðarson, 29.1.2009 kl. 16:04

5 identicon

Sjáum til hvaða áætlun Vinstri Grænir eru búnir að smíða. Þetta hafa þeir fjasað um að undanförnu að gera. En ýmsir mætir menn sagt ekki vera lagalega hægt. Auðvitað á að gera þetta en því miður þá erum við líka að glíma við lög og reglugerðir í öðrum löndum en Íslandi. Þessir gaurar fóru eðlilega með peninginn á þá staði sem erfitt er að endurheimta. Eru gráðugir en ekki alvitlausir.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 17:32

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þá má bara taka þá á eigin meðulum.....

Haraldur Davíðsson, 29.1.2009 kl. 18:13

7 Smámynd: Hannes

EF aðili stelur bíl þá þarf hann að borga hann ef hann skemmir hann og þessum mönnum var treyst til að stjórna bönkunum og þeir eiga að borga tjónið og ef þeir hafa stolið einhverju þá eiga þeir að borga það og fara í fangelsi.

Hannes, 29.1.2009 kl. 21:20

8 Smámynd: Hlédís

Semjum við Panama og fleiri 'paradísir' Semjum þau lög sem þarf í stríði þessu.

Erfitt verður að fella '30-hausa-skrímslið' sem vitaskuld brúkar hluta gullsins/ránfengsins til að kaupa sér vörn. 

Hlédís, 29.1.2009 kl. 21:29

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Svo sannarlega Hannes, og  við eigum að gera ALLT sem þarf til að ná aftur peningum til að minnka skaðann, og við eigum að skoða samspil stjórnmálaaflanna og bankaræningjanna sem landráð, Hlédís skrýmslin eiga öll sína veiku bletti og það eru til klókir menn eins og Vilhjálmur Bjarnason t.d. sem kunna að finna þá.....

Haraldur Davíðsson, 29.1.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband