Ætlar fólk aldrei að læra? Á enn að hjakka í sama heimskufarinu?

Er fólk ekki búið að sjá að ef valið er í stöður á öðrum forsendum en HÆFNI, þá er voðinn vís.

Það á ekki að velja í stöður eftir kyni, litarhætti, trú eða skóstærð...það er mismunun....og jákvæð mismunun er ekki til. Það er ótrúleg forneskja að ýta undir mismunun á þeim forsendum að mismunun sé til staðar....það er eins og að vökva í rigningu...ekki aðeins óþarfi, heldur skaðlegt.

Þessar gerfi-lýðræðis tilfæringar úreltra stjórnmálaflokka eru hjákátlegar og jafnvel móðgandi við heilbrigða skynsemi...

...fólk er fólk, allt annað er kjaftæði.


mbl.is Dregur framboð sitt til baka vegna kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér finnst þetta hálfvitalegt, auðvitað eiga bæði kynin að vera í framboði en ekki bara að því að og maður á að fá að velja.
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2009 kl. 17:04

2 Smámynd: Offari

Mér var einu sinni hafnað af því ég var ekki kona. Að setja kynjakvóta er ekki jafnrétti því hæfnin gagnast ekki ef kynið er vitlaust.  Að ætlast til þess að lýðræðislegt framboð segji manni að kjósa annað hvort konu eða karl í ákveðið sæti er ekki rétt lýðræði.

Staðan er þannig að sæki 100 karlar og ein kona um stöðu þar sem meiri hlutinn er karlar. Verða 100 umsóknir hunsaðar ef kynjakvótinn verður látinn ráða.  Í álverinu sem ég vinn í er stefnt að jöfnu kynjahlutfalli. Þar sem erfiðara var að fá konur til starfa er er hlutfallið núna 1/4-1/3 svo líklega verða eingöngu ráðnar konur til starfa hér eftir til að jafna hlutfallið.

Offari, 16.2.2009 kl. 18:24

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Já þetta er vanhugsuð stefna sem leiðir ekkert af sér nema lægri gæðastuðul...endalausa meðalmennsku og vanhæfni...

Haraldur Davíðsson, 16.2.2009 kl. 19:56

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir þurfa þá að fá konurnar til starfa, rugl er þetta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2009 kl. 20:40

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er í hjarta mínu sammála......en mörgum konum hefur verið hafnað vegna kyfnerðis.....hvað á að gera?

Hólmdís Hjartardóttir, 17.2.2009 kl. 00:55

6 Smámynd: Hannes

Einn helsti vandinn við þennan kynjakvóta er að fólk álítur mjög oft að konan hafi bara fengið starfið af því að hún er með píku og bera þess vegna minni virðingu fyrir henni. Það að svona kvótar séu settir og þegar konur eru að berjast fyrir þeim þá eru þær að segja að þær séu ekki jafn hæfar og þurfi þess vegna að fá hjálp til að lifa á vinnumarkaði.

Hannes, 17.2.2009 kl. 01:13

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta er vissulega vandasamt...en ég fer ekki ofan af því að þessi svokallaða jákvæða mismunun (ég þoli varla að skrifa þetta) gefur röng skilaboð..og leiðir af sér einfalda og gamaldags MISMUNUN VEGNA KYNFERÐIS....sem er jú það sem verið er að reyna að sporna gegn..það er engin ein rétt leið til að leysa þetta...en með því að viðhalda mismunun leysist þetta aldrei...þetta er spurning um hugarfarsbreytingu sem þarf að vinna markvisst með hjá nýjum kynslóðum...kenna börnunum að hugsa öðruvísi...en að nota til þess sömu meðul og verið er að reyna að uppræta...hljóma kjánalega í mínum eyrum...mér er í sjálfu sér slétt sama hvors kyns fólk er ..ef það er HÆFT.

Haraldur Davíðsson, 17.2.2009 kl. 05:21

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er ekki að segja að konum hafi ekki verið hafnað, en konur þurfa endilega að vera ákveðnar og áræðnar í viðtölum, vill brenna við að þær séu svona pínu undirgefnar.
Fyrirgefið, mín skoðun.
Kær kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2009 kl. 12:28

9 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Bestur konurnar og bestu mennirnir, á meðan það ríkir ekki jafnrétti milli kynja og hefur ekki gerst áður í okkar sögu er ég fylgjandi "jákvæðri mismunun". Skjótið mig á færi.

Rut Sumarliðadóttir, 17.2.2009 kl. 12:59

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Engin skýtur þig á færi Rut mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2009 kl. 13:06

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Meðan hætta er á að besta fólkið (karlar eða konur) verði látið víkja vegna kynferðis, til að jafna einhvern kvóta, er hætt við að besta fólkið sæki ekki um....kynjamismunun er alltaf röng...hvernig sem það snýr.

Það má í þessu samhengi nefna skólakerfið, þar sem  meðalmennskan er látin ráða för, þeir sem skara framúr fá ekki námsefni og hvatningu við hæfi, og því hætt við að hæfileikar þeirra fái ekki notið sín, því það þjónar engum tilgangi. Hví skyldi fólk leggja sig fram ef útséð er um að það hafi ekkert uppúr því?

Sama má svo segja um þá sem þurfa aukna kennslu og meira aðhald, þeir fá heldur ekki sitt og verða því eftir....

....og fyrir vikið situr samfélagið uppi með endalausa meðalmennsku.

Haraldur Davíðsson, 17.2.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband