Eiga rétt á bótum já...það er einmitt það...

...sem veldur vangaveltum hjá mér...hvað um þá sem urðu fyrir barðinu á íslenskum lögreglumönnum 20.-23. jan. í Reykjavík ?

Einn maður handleggsbrotinn, stúlka lamin svo fast í lærið með kylfu, að í fyrstu var talið að hún væri fótbrotin, tennur brotnar í fólki, ólögráða einstaklingar handteknir, járnaðir og haldið í gíslingu án þess að haft væri samband við barnaverndaryfirvöld eða foreldra, og svo þegar foreldrar fréttu utan af sér að börn þeirra væru í haldi lögreglu var þeim meinað að tala við börn sín, ljósmyndari marinn illa á hendi, fólk lamið af handahófi með kylfunum, lögreglan keyrði á fólk, handtók án ástæðu....og svona mætti lengi telja. 

En Stefán Eiríksson segir að enginn lögbrot hafi verið framin af lögreglu...og það þrátt fyrir mýmargar ljósmyndir og myndbönd sem sýna glögglega hið gagnstæða...

...er íslensk lögregla með rýmri heimildir til beitingar ofbeldis og geðþóttahandtökum og til að hafa í persónulegum hótunum, en danska lögreglan ?

 Maður spyr...

(og hvítliðar sem ætlið að verja ofbeldið...nafnlaust auðvitað eins og ykkar er siður...sleppið því bara..þið gerið ykkur bara að fíflum).


mbl.is Fjöldahandtökur í Kaupmannahöfn voru ólöglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Sammála.

Jakob Falur Kristinsson, 25.2.2009 kl. 10:21

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hmmm já þetta er ekki góð þróun ef lögreglan er stikkfrí gagnvart lögum.

Stefán Eiríksson segir að allir sem telja sig hafa verið beittir ofbeldi eða órétti geti kært....en hvernig á maður að kæra lögreglumann sem neitar að segja til nafns, neitar að gefa upp númer sitt og er þar að auki óþekkjanlegur í herklæðunum sínum ?

Og hvert á að kæra lögreglu...til lögreglu ? Eða til pólitískt skipaðra embættismanna ?

Nei, það er hlutverk lögreglustjóra að hafa hemil á sínum mönnum...það er ekki hlutverk almennings.

Haraldur Davíðsson, 25.2.2009 kl. 10:30

3 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Alveg er ég innilega sammála þér Haraldur! Verst er að málið er sjálfdautt þar sem ekki er hægt að sigra lögregluna í svona kærumálum, það er bara ekki hægt.

Björgvin Gunnarsson, 25.2.2009 kl. 14:20

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Maður spyr sig...

Hólmdís Hjartardóttir, 25.2.2009 kl. 15:22

5 identicon

Ef allir eru sneiddir öllu hugrekki til að leggja fram kæru á hendur lögreglu þá gerist náttúrulega ekki neitt.

Fyrst þarf einhver að kæra...

Baldvin (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 16:03

6 Smámynd: Hannes

Þetta er náttúrulega fáránlegt enda er ekki hægt að treysta sömu aðilum og er verið að kæra til að fara með rannsókn málsins,

Hannes, 25.2.2009 kl. 20:33

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Fyrst þarf einhver að kæra..."

En hvernig kærir maður lögreglumann ber ekki númer og hylur andlit sitt, lögreglumann sem ekki er hægt að bera kennsl á?

Georg P Sveinbjörnsson, 26.2.2009 kl. 00:12

8 Smámynd: Hlédís

Rudda-ræktun í íslensku lögreglunni verður að ljúka. Hvað segir nýr dómsmálaráðherra?

Hlédís, 26.2.2009 kl. 00:46

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Rudda-ræktun er einmitt hugtakið sem þurfti að fá....

Haraldur Davíðsson, 26.2.2009 kl. 11:50

10 Smámynd: Offari

Ég hef oft séð ágætismenn breytast í hrokagikki þegar þeir klæðast lögreglubúningi. Sumir kunna þó að láta búninginn ekki breyta sér og þannig vill ég hafa löggæsluna en því miður breytir búningurinn alltafmörgum.

Offari, 26.2.2009 kl. 12:14

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Já búningurinn virðist stundum vaxa þeim yfir höfuð...en þá á lögreglustjóri að taka á því. Svona frammistaða eyðileggur embættið og búninginn. Og við eigum kröfu á að geta treyst lögreglunni, t.d. fyrir börnunum okkar......og við eigum kröfu á að lögreglan fari að lögum...

Haraldur Davíðsson, 26.2.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband