Ánægjuleg niðurstaða hjá Amnesty, ofbeldið skal fordæma án tillits til hver beitir því....

...ég hef sagt það áður og segi það enn, það eiga allir að hætta öllum stuðningi við Palestínu og Ísrael, hvort sem það er fjárhagslegur eða siðferðislegur stuðningur. Báðar hliðar eru löngu búnar að fyrirgera öllu sínu tilkalli til samúðar eða stuðnings, og allir sem styðja Hamas eða Zíonista eru að leggja blessun sína yfir ofbeldið, yfir skefjalausan hernað á hendur óbreyttum borgurum. Að samþykkja eða réttlæta ofbeldið er þátttaka í ofbeldinu, og bæði stuðningsmenn Ísrael og Palestínu þurfa að fara að átta sig á því að það er einmitt þessi stuðningur sem gerir báðum aðilum kleyft að halda úti sínum hernaði, gerir þeim kleyft að réttlæta barnamorð og tilraunir til útrýmingar hinum aðilanum.

Tökum afstöðu gegn ofbeldinu, neitum þeim sem því beita, sér til framdráttar, um hverskyns stuðning eða hjálp. Ofbeldi breytir ekki eðli sínu eftir því hver beitir því, og börnum er alveg sama hver sprengir þau í tætlur....

....látum okkur ekki standa á sama um sundursprengd börn.....


mbl.is Vilja að bannað verði að selja Ísraelum og Hamas-liðum vopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ef ég hætti að selja þeim báðum vopn fer vopnaverksmiðjan á hausinn.  Þetta er staðreynd að vopnaframleiðendur lifa á því að selja báðum aðilum vopn. Þetta gekk í mörg ár í Íran og Írak þar sem sömu aðilarnir seldu þem vopn og í raun stjórnuðu stríðinu þannig að víglínan færðist fram og til baka til skiptis.

Offari, 23.2.2009 kl. 12:42

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hárrétt Offari, og það má líka nefna frændur vora svía, sem seldu Boforbyssurnar sínar í allar áttir.

En þetta er einmitt málið, þeir einu sem eitthvað annað en blóð og dauða fá útúr hernaði eru vopnasalar og framleiðendur, stríðinu er haldið gangandi með handafli og að baki býr hrá gróðahyggja...samviskulaus og gegndarlaus gróðahyggja.

Íbúar Palestínu og Ísrael tapa allir á þessu stríði....en Frakkar, Englendingar, Svisslendingar og Kanar.....þeir græða...á tá og fingri...og öðrum sundurskotnum líkamshlutum...

Haraldur Davíðsson, 23.2.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 23.2.2009 kl. 15:36

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Vissulega er það rétt Haukur, en þá ber líka að gæta þess að þeir eru algjörlega háðir innflutningi á hráefni til vopnasmíða, svo að það er ljóst að lítið verður um dýrðir þar ef allir halda að sér höndum.

Haraldur Davíðsson, 24.2.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband