31.3.2009 | 14:36
WTF??? Hverskonar þvættingur er þetta?
Það er ekki einleikið hvað hægt er að rugla með tölur.
95% þeirra sem nota ólögleg vímuefni byrjuðu á áfengi...eigum við ekki að banna áfengi?
þetta er fyrst og fremst spurning um aðgengi, og þá ekki síst hvað varðar yngstu neytendurna.
Sá sem selur kannbis er líklegast að selja hörð efni líka, og þá kemur inn hugtakið "pusher" sem er ekki það sama og "dealer", pusherinn vill selja allt sem hann er að selja, skiljanlega, og hann reynir að "ýta" öðrum efnum að kannabiskaupandanum, sé um að ræða ungling tekst pushernum það yfirleitt, og það ekki síst vegna þess að enginn talar við krakkana fyrr en inni á Vogi. Ég hef aldrei orðið vitni að því t.d. aðseljandur áfengis og tóbaks séu að reyna að fá mig til að kaupa vodka frekar en bjór...nú eða reyna að selja mér tóbak þegar ég kaupi kaffi....
Sé einstaklingur sem reykir kannabis, orðinn spraututfíkill þegar hann kemur á Vog, er það ekki kannabisneyslan sem er orsök komu hans þangað...heldur amfetamínið og kókið og ellurnar og læknadópið sem hann er að sprauta í æðarnar á sér. Að skoða komu hans sem komu vegna kannabisneyslu er ekki bara rangt, heldur hættuleg yfirlýsing. Það gerir nefnilega illt verra að mata fólk á röngum upplýsingum. Þegar krakkarnir sjá í gegnum bullið á mánudegi, þá hlusta þau ekki á þriðjudeginum....
Það er ótrúlegt hvað þessi umræða öll er fölsk og sandkassakennd, boð og bönn virka ekki, það ættu allir að vera farnir að sjá. Boð og bönn, hinsvegar gera fullt af annars löghlýðnu og samfélagssinnuðu fólki að glæpamönnum, kannabisneytendur eru krossfestir hér á bloggheimum sem siðspilltir og glæpahneigðir einstaklingar af fólki sem ekki hefur hugmynd um hvað það er að tala. Þetta veldur útaf fyrir sig, allskyns ósóma, eins því að geðsjúkir einstaklingar í neyslu eru hundeltir og fordæmdir, og samfélagið leggst á sveif með sjúkdómnum og ýtir sjúklingnum út í horn og stimplar hann siðspilltan...glæpahneigðan...dópistaaumingja. Það veldur því líka að forvarnir og fræðsla eru í lágmarki, og algjörlega úr takti við raunveruleikann.
Persónulega sé ég ekki að hægt sé að lögleiða kannabis, eins og staðan er í dag. Til að hægt sé að reyna það á einhvern skynsamlegan máta, þarf fyrst að taka fyrir eina kynslóð eða svo, og fræða hana almennilega, fræðsla um þetta á að vera inni í námsskrá grunnskóla, fylgjandi heilbrigðis- og samfélagsfræðslu. Við gefum krökkunum ekki tækifæri á að læra um þessi mál fyrr en á Vogi...eða Litla-Hrauni....og þar fá þau líka annarskonar fræðslu....og ekki endilega á þeim nótum sem lagt er upp með á þeim stöðum.
Að halda því fram að meirhluti kannabisneytenda misnoti önnur efni líka er óábyrgt og hreinlega fölsuð niðurstaða...því fráleitt meirihluti kannabisneytenda leitar sé meðferðar á Vogi, þessar tölur eru því ekki marktækar, og ég vil lýsa yfir megnri andúð á því að forsprakkar forvarna- og meðferðarstarfs, leyfi sér að taka þátt í því að ala á fordómum, og ala á ranghugmyndum og leyfa sér að stimpla alla kannabisneytendur sem neytendur annara efna líka...þetta eru grófar og tilhæfulausar ásakanir sem einhver ætti að biðjast afsökunar á.
Veltum fyrir okkur því að þetta er frekar til þess fallið að sýna notkun harðra efna sem "eðlilega" þróun neyslu kannabisefna...krakkarnir lesa líka blöðin...
Verum ábyrg, kennum börnunum að bera ábyrgð á sjálfum sér og SEGJUM ÞEIM SATT!!!
Örvandi fíkniefni fylgifiskur kannabisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
fínn pistill
Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2009 kl. 15:23
sammála þér í alla staði
Ron Jensen, 31.3.2009 kl. 15:34
Góður.
Lilja Kjerúlf, 31.3.2009 kl. 15:48
Þakka undirtektir...
Haraldur Davíðsson, 31.3.2009 kl. 15:53
þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að sagja árum saman. frábær grein hjá þér. gæti ekki verið meira sammál þér
Örvar Myrkdal (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:36
Þakka fyrir það Örvar.
Haraldur Davíðsson, 31.3.2009 kl. 17:16
,,Í opinberri umræðu er aldrei talað um neytendur vímuefna sem stunda vinnu, standa við afborganir sínar og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Þetta er eins og að ganga út frá því að rænulaus róninn í göturæsinu sé fulltrúi fyrir meirihluta áfengisneytenda."
Frábær grein 10+
stjani (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:22
Loksins einhver sem skrifar eitthvað af viti.
Tek algerlega undir með pistlahöfundi.
Jack Daniel's, 31.3.2009 kl. 17:24
Takk fyrir það, Jack og Stjáni..
Haraldur Davíðsson, 31.3.2009 kl. 18:12
Góð grein.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 31.3.2009 kl. 18:44
Hér er dæmi um þá sem ekki vilja ræða málin heldur fara í farveg útskúfana, fordóma og múgæsingar...
"burt vín og tóbak og allt hitt ! allir sem drekka áfengi og reykja eða nota önnur efni eru djöfulsins viðbjóður og ógeð. ef þú drekkur eða reykir ertu vímuefna fíkill
Vímuefnafíkill=dópisti ef þú prófar að vera undir áhrifum enhverra efna þá ertu skítur í þjóðfélaginu og ættir ekki að hafa nein réttindi. þú ættir að fela þig og einangrast úr samfélaginu. ég ætla ekki að láta ykkur fíklana ganga hér um óáreittir eins og það sé í lagi að vera háður".
þorður (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:09
Þessi afstaða er því miður orðin ansi algeng..og hvað ætla menn að bæta með þessu...?
Haraldur Davíðsson, 31.3.2009 kl. 19:18
Elsku besti Haraldur, ég var einfaldlega að vera kaldhæðinn með athugasemdum mínum á svei egill helgasyni færslunni, ég er nákvæmlega sömu skoðunar og þú ;)
Davíð S. Sigurðsson, 31.3.2009 kl. 20:04
Gott mál..ég biðst forláts, og býð þig velkominn í vinahópinn...
Haraldur Davíðsson, 1.4.2009 kl. 00:52
Hólmdís Hjartardóttir, 2.4.2009 kl. 10:13
Ég man ekki eftir þessu merki úr umferðarskólanum...hmmm...ég hlýt að hafa verið fullur í þeim tíma...hehehehehe
Haraldur Davíðsson, 2.4.2009 kl. 10:37
Hólmdís Hjartardóttir, 2.4.2009 kl. 15:44
Ég er reynda svo svakalegur landsbyggðarlúði að mér var aldrei boðið kanabis á unglingsárum mínum, en ég er samt að hugsa um að prófa þetta í ellini því þá hefur maður lítið annað að gera en að rækta einhverjar nytjajurtir.
Offari, 3.4.2009 kl. 12:28
hehehe...það er örugglega ekki verra en öll verkja-,róandi-, og svefnlyfin sem mokað er í aldraða...
...veit samt ekki hvort þér væri ráðlegt að reykja kannabis í ellinni, en bakstur kæmi til greina.
Annars að öllu gríni sleppt, þá eru að taka gildi ný lög um sektir og frágang smærri mála s.s. umferðarlagabrota og smærri fíkniefnamála, lög þessi gera ráð fyrir því að fólk geti gert upp sín mál án afskipta dómstóla. Þetta er gott skref, og leiðir örugglega til sparnaðar og svo auðvitað þess, að dómstólar eru ekki að krossfesta fólk fyrir brot sem eru hlægileg í samanburði við þá glæpi sem eru framdir í skjóli skjalatösku og hvítflibba, undir lögvernd sama ríkisvalds og eyðileggur starfsframa fólks með því að gera það að glæpamönnum, eyðileggur líf fólks með ríkisstyrktum fordómum og ofsóknum af hálfu framkvæmdavaldsins...
Haraldur Davíðsson, 3.4.2009 kl. 13:32
Gaman að lesa þetta Haraldur eftir það sem þú hafðir að segja við færslunni minni um þetta.
Ágæt lesning alveg hreint. Það þarf að koma þessari umræðu á eðlilegt og öfgalaust plan. Ég er viss um að þú getur hæglega stytt þessa færslu hjá þér um 3/4 og komið enn meiru til skila. Hún gæti orðið fínt innlegg í að ræða þetta í samfélaginu án þess að vera alltaf á háa C-inu.
Rúnar Þór Þórarinsson, 8.4.2009 kl. 19:04
Ég var ekki að reyna að snapa mér neinn slag á þræði þínum Rúnar, og háa c-ið ertu að búa þér til. Ég meira að segja byrja mitt komment á að biðja þig afsökunar á nálgun minni.
Hvað varðar pistilinn minn og ritstíl þá sé ég ekki að það sé nein ástæða til að breyta neinu þar.
Þakka þér samt áhugann og umhyggjuna.
Haraldur Davíðsson, 9.4.2009 kl. 00:52
Elsku kallinn minn Haraldur - Ekki taka háa C-ið of persónulega. Ég er að vísa í umræðuna almennt, en þú ert talsvert niðurtónaður miðað við flesta. Ég hrósa þér fyrir skrifin en verð auðvitað að hnýta aðeins örlítið :)
Ég eins og þú vil ég fá umræðuna hér á vitrænt plan, og er ég þar ekki fyrirfram fylgjandi öðru en að standa vörð um heilbrigða þróun æsku landsins og rétt einstaklingsins til að ákvarða fyrir sjálfan sig svo lengi sem það gengur ekki á rétt annarra til lífs og hamingju. Eins og þú tekur til orða er þetta á allt of miklu sandkassaplani, boð og bönn um allt sem fólk almennt hvorki virðir, vill né hlýðir.
Skrifum við ekki í sameiningu upp á það?
Rúnar Þór Þórarinsson, 9.4.2009 kl. 15:59
Gleymdi - Með því að leggja til að stytta færsluna var ég að benda á að aðalatriðin má sigta í örfáar setningar, einfaldara að lesa og skilja. Ég var ekki að hallmæla dæmunum eða lýsingunum. Aðalatriðin eiga bara til að drukkna í of andríkum texta :)
Rúnar Þór Þórarinsson, 9.4.2009 kl. 16:03
Það er svona, liggi manni mikið á hjarta..
Haraldur Davíðsson, 9.4.2009 kl. 17:36
Og jú við skrifum sameiginlega uppá það Rúnar....og takk Kreppukall..
Haraldur Davíðsson, 9.4.2009 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.