Hvað er í gangi..vilja menn frekar að það sé verslað við Al-Kaída eða Hells Angels?

Þá spurningu vantar í þessa umræðu alla. Bróðurparturinn af fíkniefnagróða framleiðenda kannabis í heiminum fer í skipulagða glæpastarfssemi og vopnakaup. Þetta er viðurkennd staðreynd.

Hingað til hefur nánast all fé úr kannabissölu á Íslandi endað í útlöndum til áðurnefndra nota. Heimskreppan og gjaldeyrishöft hafa hinsvegar sett framleiðendum og smyglurum stólinn fyrir dyrnar, og það mátti vera fyrirsjáanlegt að niðurstaðan yrði þessi. Framleiðslan færist þá yfir á sjálfsþurftar stigið, bæði á markaðsskala sem og einstaklinginn. 

Það sem hinsvegar er svona nokkurskonar aukaafurð af þessu er það, að peningarnir rúlla nú hér í okkar hagkerfi, og fjármagn glæpahringja og herskárra hópa, minnkar sem því nemur.

Ég fullyrði að þrátt fyrir það munu þessir aðilar reyna hvað þeir geta að halda sínum mörkuðum og viðskiptum, og það með valdi ef þurfa þykir. T.d. má benda á að framleiðendur kannabis í N. Afríku, ópíum í Afghanistan, og kókaíns í S. Ameríku, eru með heila heri í kringum sig. Hér á landi eru að mestu leiti sömu formerki í þessu málum eins og annarsstaðar, en þó erum við sérstök um margt.

Hér er tiltölulega auðvelt að fylgjast með öllum sem hingað koma, og hér eru. Hér eru skipulagðir hópar erlendis frá, ekki búnir að hasla sér völl að neinu ráði, hér er mannfæðin slík að samskipti og upplýsingaflæði eru áþreifanlegri og sjálfgefnari en víðast annarsstaðar. 

En hér eru hátt á þriðja þúsund kannabisneytenda, þetta er stór hópur sem hefur verið að þróast þannig að meðalaldurinn hækkar (sem betur fer) og hlutfall þeirra sem ekki nota kannbis að staðaldri hækkar, samkvæmt upplýsingum frá Þórarni Tyrfingssyni, yfirlæknis á Vogi. Þetta fólk mun á einn eða annan hátt fá sitt kannabis, spurningin er aðeins sú hvaðan það kemur, og í því tilliti er vert að minnast þess hverjir hagnast á því kannabis sem smyglað er inn í landið.

Persónulega er ég ekki fylgjandi því að lögleiða bara sisona...en það þarf að endurskoða þessa löggjöf, og skoða alla þætti málsins. Ýmsar forsendur hafa t.d. breyst og / eða misst meiningu sína jafnvel, síðan þessi löggjöf var samþykkt, og það á ekki að láta sem tímarnir breytist aðeins ef það er notalegt og kósý, áhættulaust og áreynslulaust... allt er breytingum háð.


mbl.is Önnur stór verksmiðja upprætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það þarf að endurskoða þessa löggjöf...ég held að glæpum myndi fækka ef þetta yrði leyft.   En ég hef áhyggjur af yngstu neytendunum. 

Þessi efni hverfa ekkert....

Hólmdís Hjartardóttir, 20.3.2009 kl. 15:52

2 identicon

Skarplega athugað.

Svo er eitt. Ef þessi "vara" yrði nú lögleidd og skattlögð þá sé ég fyrir mér að erfiðara væri fyrir börn að komast í þetta þar sem þetta yrði selt gegn framvísun skilríkja. Eflaust verða einhverjir af yngri kyslóðum sem komast í þetta á einhvern hátt, því verður ekki hjá komist.

Það versta sem ég sé við þetta efni er það er einstaklingar byrja að neyta þess á of ungum aldri, meðan heilinn er enn að ná fullum þroska. Með því að selja þetta eins og vín í ríkinu og vonandi ná að undirbjóða og þar með sópa út flestum ef ekki öllum svörtum markað tel ég að meira öryggi sé til staðar.

En svo gæti þetta náttúrulega hrunið um sjálft sig en ég hef ekki trú á því.

Einar (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 16:57

3 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Fræðsla og forvarnir er það sem þarf fyrir yngri kynslóðina ekki boð og bönn.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 20.3.2009 kl. 17:10

4 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

.það þyrftu allir að lesa þetta :

http://www.sigurfreyr.com/babiljur-um-kannabisneyslu.html

Birgir Hrafn Sigurðsson, 20.3.2009 kl. 17:32

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er kominn tími á raunsanna sýn á þessi mál.umræðan hefur hingað til verið tóm þvæla fram og til baka...

Haraldur Davíðsson, 20.3.2009 kl. 17:35

6 Smámynd: Hannes

Ég er persónulega fylgjandi lögleiðingu á kannabis enda vil ég meina að fólk hafi rétt á að skaða sjálfa sig eins og það vill svo lengi sem það er ekki að skaða aðra.

Hannes, 20.3.2009 kl. 19:48

7 identicon

Hef alltaf verið fylgjandi lögleiðingu grass.......... hver er munurinn á blindfullum Íslendingi og einhverjum dúdda high sky eftir eina jónu????.....En er sammála þér Halli að það er kannski ekki hægt að lögleiða þetta bara á einum degi......

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 20:05

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...nei þetta er ekkert að fara gerast í bráð...en orð er til alls fyrst...

Haraldur Davíðsson, 20.3.2009 kl. 20:26

9 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Birgir Hrafn Sigurðsson, hvaða gagni hafa forvarnir skilað?

Alexander Kristófer Gústafsson, 21.3.2009 kl. 15:15

10 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Mikilvægi forvarna verður ekki dregið í efa, hitt er annað mál að forvarnir hafa hingað til verið í besta falli kjánalegar, byggðar á ranghugmyndum og hreint og beint röngum upplýsingum oft á tíðum , jafningjafræðslan, fíkniefnapúkaauglýsingar og Bubbi Morthens....þetta er ámóta gagnlegt og pappalöggurnar í Kópavoginum hérna um árið.

Ég set stórt spurningamerki við þá stöðu að 15-17 ára unglingar geti verið komin á kaf í neyslu áður en þau hafa hugmynd um hvað þau eru að gera...ég set stórt spurningamerki við það sjónarmið að haldið sé að ungu fólki ranghugmyndum eins og þeirri að það sé til áfengi annarsvegar, og vímuefni hinsvegar...ég set stórt spurningamerki við það að halda að almenningi uppspuna og hreinni og klárri lygi eins og þeirri að einhver von sé til að "vinna stríðið gegn vímuefnum" og það er jafnvel rætt yfir glasi af áfengi....

Hugtakið forvarnir á líka við um allan almenning ekki bara unglinga og börn. Samfélag sem ekki er meðvitað og upplýst um jafnalvarleg málefni, er dæmt til að standa í stað eða klúðra málinu...umræðan er því sem slík, ákveðin forvörn gegn fordómum og ranghugmyndum.....

Haraldur Davíðsson, 21.3.2009 kl. 16:00

11 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Alexander, þegar ég meina forvarnir þá er ég bara að tala um að það þurfið að upplýsa fólk. Mér finnst stundum eins og ég sé að tala við strangtrúaða menn sem sjá bara einn sannleik. Vísindamenn hafa sýnt það og sannað að marijuanna er ekki eins skaðlegt og mýturnar segja og því ætti að breyta lögunum og segja fólkinu í landinu sannleikann (börn eru líka fólk).

Ef einhver sem er 15 ára ætlar að gera eitthvað þá mun hann gera það óháð lögum. En upplýsingaflæði sem runnið hefur til einstaklingsins ættu að geta gefið honum meira vit á hvað hann á að velja.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 21.3.2009 kl. 18:53

12 Smámynd: Offari

Eins dauði er annars brauð.

Offari, 23.3.2009 kl. 11:30

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Eins dauði annars brauð...það er ábyggilegt Offari, útfararþjónustur, blómabúðir, veisluþjónustur, dagblöðin........

.það eru ýmsir sem græða á dauða annarra...en það er samt ekki hægt að ætla að útfaraþjónustur séu að drepa fólk....

....og það sama á við um kannabis.....það drepur engan...nema kannski úr stressi yfir banninu...

Haraldur Davíðsson, 23.3.2009 kl. 12:56

14 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Hef aldrei sagt að hass sé skaðlaust.

Málið er að mér er skítsama um afleiðingar þess á mannslíkaman ef þú vilt nota hass þitt mál,

Ég tel að öll fíkniefni eigi að vera lögleg sama hversu skaðleg þau eru þar á meðal heróin, methamfetamín og crack 

Alexander Kristófer Gústafsson, 28.3.2009 kl. 03:09

15 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Málið er að mér er skítsama um afleiðingar þess á mannslíkaman ef þú vilt nota hass þitt mál kemur mér ekkert við enda nota ég það ekki 

Alexander Kristófer Gústafsson, 28.3.2009 kl. 03:10

16 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nauðsyn forvarna síður en svo minnkar við lögleyðingu...það má jafnvel færa rök fyrir því að okkur skorti tilfinnanlega raunhæfa stefnu í forvarnarmálum ÁÐUR en lögleiðing gæti gengið.

Lögleiðing kallar einmitt á að banni verði skipt út fyrir fræðslu og aðhald...að gera krökkum illfært að nálgast efnið fyrr en við 20 ára aldurinn...og vera þá búin að fræða þau þannig að þeim sá ljós áhættan og afleiðingarnar.

Haraldur Davíðsson, 28.3.2009 kl. 14:45

17 Smámynd: Sporðdrekinn

Kvitt

Sporðdrekinn, 30.3.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband