Hvað skyldi nú hafa startað þessu götustríði milli erlendra og innlendra glæpahópa?

....einhverjar hugmyndir?
mbl.is Ný skotárás á Norðurbrú í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Upptökin voru þegar hass sala var bönnuð í Kristianíu.

Þórhallur Valur Birgisson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 12:14

2 identicon

Óheft flæði innflytjenda ?

David (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 12:18

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...hugsanlega einn steinninn í hrúgunni...en ég held samt að það sé annar steinn sem velti öllu af stað...

Haraldur Davíðsson, 22.4.2009 kl. 12:23

4 Smámynd: ThoR-E

Drugs ...

ThoR-E, 22.4.2009 kl. 12:47

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...eða kannski breyttar aðstæður í því samhengi AceR?...

...Hagsmunir kannski? Og þá hvaða hagsmunir?

Haraldur Davíðsson, 22.4.2009 kl. 12:54

6 Smámynd: ThoR-E

Lokun Pusherstreet gerði sitt. Og nú eru innflytjendaklíkur að berjast við t.d Hells Angels um fíkniefnamarkaðinn.

Það les ég allavega út úr þessu.

ThoR-E, 22.4.2009 kl. 12:57

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

það spilar einmitt lykilrullu í þessu. Kaupmannahafnarbúar eru alveg á því...þetta er mikilvæg lexía...kannabissala hverfur ekki, það eina sem hægt er að hafa áhrif á er það hverjir hafa söluna í sinni hendi. Kristjanítarnir hafa hingað til haldið 95% kannbissölunnar aðskildri frá öllu öðru, og viðhaft ströng viðurlög við neyslu og sölu harðra vímuefna í Kristjaníu. Þessi viðleytni kristjanítanna hefur verið mikilvægur þáttur fyrir t.d. lögreglu og forvarnasamtök, og þessir aðilar eru nú að missa þau tök og þá yfirsýn sem þeir höfðu.

Ofbeldið sem fylgir þessu stríði um söluna nú, sem er núna horfin af yfirborðinu ofaní skúmaskot glæpahópa sem einnig selja heróín, crack og crystal-meth, er þegar búið að valda gríðarlegum samfélagslegum skaða. Sumt verður aldrei bætt, því þótt salan færðist nú aftur inn í Kristjaníu, þá sleppa klíkurnar þessari tekjulind ekki svo glatt, svo hætt er við að ofbeldið elti kannabissöluna hér eftir. 

Kristjanítarnir eru byrjaðir að spyrna við fótum og opna aftur sína bása, sem tilraun til að draga úr þessu ofbeldi, og slíta kannabis frá hinum efnunum aftur...en pólitíkusarnir eru á móti því, svo það er óvíst að það gangi upp.

Þetta er öfugþróun....slæmar ákvarðanir hafa slæmar afleiðingar, og íbúar Kaupmannahafnar eru að gjalda þess, nú eru kynþátta-aðskilnaðarhópar byrjaðir að nærast á þessu ástandi, og í bland við efnahagsástandið og vaxandi atvinnuleysi, þá er hætt við að þannig hugsandi fólk, bæði danir og innflytjendur fari að auka á ofbeldið á sínum forsendum...en notandi sölustríðið sem afsökun fyrir þátttöku sinni og sem farveg fyrir skoðanir sínar. Þetta er þegar byrjað í umræðunni í Kaupmannahöfn, og aðeins tímaspursmál hvenær þeir hópar byrja líka að skjóta....

Haraldur Davíðsson, 22.4.2009 kl. 13:44

8 identicon

Nákvæmlega rétt hjá þér Halli! 

 Ég er búsettur þarna og horfi á þetta á hverjum degi.  Almennir borgarar eru farnir að ganga í skotheldum vestum í töluverðu mæli og fólk er mjög hrætt.  Fólk talar mikið um þetta og flestir halda með H.A. ,  álíta þá "góðu gæjana" í þessu öllu. Þetta er 50% kúltúrvandamál og 50% heimskuleg pólitík.  Múslimarnir eru að verða búnir að eyðileggja danskt samfélag.  Var ekki verið að samþykkja mosku einhverstaðar í rvk ?  Ætli við fengjum að byggja kristna kirkju í Íran ?

Ég held að eina lausnin sé að reka múslimana aftur heim og banna þeirra trúarbrögð.   þetta snýst ekki um dóp nema að litlu leiti. 

Holger Danske (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 12:48

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þakka þér Holger....Þetta snýst um peninga...gróða...og ef við blöndum kynþáttahyggju og þjóðernishyggju og atvinnu og efnahagsástandinu við...þá fáum við stríð.

Það er búið að setja af stað rússibana sem verður ekki stöðvaður með góðu, og fyrir hvað? Pólitík...sýndarmennsku...fáfræði...

...þetta er ekki bara sorgleg stefna, heldur stórhættuleg, nú þegar hriktir í stoðum samfélagsins....á nokkrum vikum breyttist allt til hins verra....það mætti segja mér að lögreglan í Köben sé ekkert of ánægð með pólískussana....

..ghettovæðing Norðurbrúar er olía á þennan eld......

Haraldur Davíðsson, 23.4.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband