Ekki tengt stríðinu milli erlendra og innlendra glæpahópa....ekki beint nei en...

...kristjanítarnir eru að reyna að slíta kannabissöluna aftur úr höndum þessara gengja, sölu sem yfirvöld færðu gengjunum á silfurfati með lokun sölubásanna í Kristjaníu. Og nú eru bæði lögreglan og glæpahóparnir komnir í stríð við kristjanítana, sem hafa hingað til verið eini hópurinn í skandinavíu sem sýnt hefur þá samfélagslegu ábyrgð að halda kannabissölunni á einum stað og utan seilingar glæpahópa sem einnig selja heróín crack og crystal-meth...niðurstaðan er ...borgarastyrjöld, skotárásir og handsprengjur í Köben....lögreglan er úrræðalaus, en heldur samt áfram að herja á Kristjaníu vegna þrýstings frá pólískussum sem ekki sjá útfyrir kristalskúluna sem þeir búa í...þetta getur ekki flokkast undir neitt annað en stórkostlega heimsku og ábyrgðarleysi.
mbl.is Alvarlega slasaður eftir sprengingu í Kristjaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Stórkostleg heimska og ábyrgðarleysi er það.

Georg P Sveinbjörnsson, 24.4.2009 kl. 14:38

2 identicon

Pólítíkurnar sjálfsagt ánægðar með þetta. Því meiri átök og sprengjur því betur gengur að rífa niður gamla hverfið.......og þar með styttist í að ákveðnir aðilar græði á "uppbyggingu" hverfisins. "Tíkurnar" þarna í köben og verktakarnir þyrftu kannski að læra á kerfið hérna, setur bara stera, spítt og óeirðalögregluna í blandara, bætir við vélsögum, bakar í 2-3 tíma og prestó, ónýtir kofar!

Kannski er danska lögreglan of stollt til að vera það miklir Snatar fyrir auðvaldið?

En hvað sem gengur á þá getum við treyst fjölmiðlunum hér til að birta bara hlið pólítíkusanna úti á þessu máli. Þótt 75% Kaupmannahafnarbúa myndu heimta lögleiðingu og gömlu Stínu til baka, þá efast ég um að Íslendingar myndu heyra af því.

magus (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 15:52

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þakka innlit drengir...og ég vil nú meina að lögreglan í köben sé ekkert of ánægð með þessa stefnu, hingað til hafa þeir haft yfirsýn og samvinnu í gegnum Kristjaníu...en nú er það allt fyrir bí, og stríð skollið á.

Haraldur Davíðsson, 24.4.2009 kl. 16:14

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála því að það hefði átt að láta Kristjaníu í friði.......en eitthvað gekk nú á þar áður en þessu var breytt ekki satt? En ekkert í líkingu við ástandið í dag.  Ég er á því að það sparist mikið með því að lögleiða sölu....gerir allt eftirlit auðveldara og sparar stórfé.

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 24.4.2009 kl. 16:23

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Í raun var það eina sem hefur "gengið á" í Stínu, að a-evrópsk og mið-austurlandaklíkurnar voru að þreifa fyrir sér...en það var slegið á puttana á þeim...en þetta er skelfileg niðurstaða...

Haraldur Davíðsson, 24.4.2009 kl. 16:34

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/8015555.stm

Lesið þetta, hugsið svo aðeins um þetta: af hverju er einn aðal dóp-framleiðandi Kólumbíu að styðja forseta Kólumbíu?  Því það er dóp-dílerunum til framdráttar að hafa eiturlyfjastríðið.  Hlýtur að vera.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.4.2009 kl. 23:33

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Svo sannarlega Ásgrímur, enda þegar DEA náði Joaqin Guzman, einum stærsta dópbarón Mexíkó, þakkaði hann Bush kærlega fyrir að gafa gert sig að milljarðamæringi...og hló..

Haraldur Davíðsson, 25.4.2009 kl. 00:50

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

..og í sambandi við linkinn, þá má minna á að USA er að fara að stórauka fjáveitingar í að " aðstoða Kólombíustjórn í fikniefnastríðinu", enda er það fyrirbæri, fíkniefnastríðið, orðið að risabissness sem veltir óhemju peningum....

Haraldur Davíðsson, 25.4.2009 kl. 00:54

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Kvitt

Sporðdrekinn, 25.4.2009 kl. 17:53

10 Smámynd: Hannes

Ég hef verið fylgjandi lögleiðingu fíkniefna lengi enda tel ég að það sé mun betra að hafa þau upp á borðum og koma þeim úr höndum dópdíleranna.

Hannes, 27.4.2009 kl. 02:13

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

"Zero-tolernanse"-stefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir.

Haraldur Davíðsson, 27.4.2009 kl. 13:24

12 Smámynd: Hannes

Það er alveg hárétt enda hef ég viljað lögleiða allt svo lengi sem fólk er bara að skaða sjálft sig.

Hannes, 27.4.2009 kl. 22:40

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Lögleiðing er samt ekkert í sjónmáli, enda værum við þá að tala um að skipta banninu út fyrir fræðslu amk einnar kynslóðar, og umbyltingu í viðhorfi fólks og aðkomu ríkisins að þessum málum á öllum stigum. En þeir sem þverskallast við að viðurkenna þær breytingar sem hafa orðið á samfélaginu síðan löggjöfin var sett, og neita að viðurkenna það sem þeir ,sem eru búnir að vera í eldlínunni í baráttunni við vímuefni segja, valda í raun orðið meira samfélagsstjóni þegar upp er staðið.

Þetta fólk viðheldur fordómunum, heldur neytendum í stöðu glæpamanna í viðhorfi sínu og viðurkennir þessvegna hvorki veikindi þeirra sem enda í neyslu vegna geðveilu, né rétt t.d. MS-sjúklinga og krabbameinssjúklinga til að velja það lyf sem hentar þeim best. Staða yngstu neytendanna verður einnig veikari, þar sem samfélagið skoðar þau sem glæpamenn, lögreglan kemur fram við þau eins og hunda og engum dettur í hug að spyrja þessa krakka að neinu, fyrr en á Vogi og Hrauninu.

Þetta sama fólk lokar einnig augunum fyrir þeirri augljósu staðreynd, að samfélagið ber jafna ábyrgð á öllum sínum börnum, líka svörtu börnunum...og hafa yfirlýsingar fólks eins og Guðrúnar Sæmundsdóttur, sem var í framboði fyrir L-listann sáluga, um að krakkarnir eigi að vera brottræk úr landi, brjóti þau lögin, verið sérstaklega ógeðfelld.

Það er mín von að hægt sé að koma af stað hér á landi umræðu sem byggir á staðreyndu, en ekki skoðunum, leit að nýrri nálgun frekar en að hjakka í fari sem hefur engu breytt til batnaðar.Og þetta segi ég ekki síst vegna þess að ég veit hvernig staðan er í sambandi við fræðslu og forvarnir, og ég vil sjá breytingar barnanna minna vegna. Í dag koma krakkarnir út úr skóla með algjöra minimal vitneskju um þessi mál frá skólanum...reyndar nóg úr bíómyndum og tölvuleikjum...en þau koma samt jafn forvitin út og eini munurinn er sá að ef við fræðum þau ekki, þá eru þau forvitin en ófróð...hvernig má það vera eðlilegt ástand að krakkarnir koma útí lífið vitandi sáralítið um eina erfiðustu lífsins leið sem til er? Upplýsingarnar eru til..þörfin er til staðar..vettvangurinn er til..fyrir utan nauðsynina á því að gefa börnunum gott og traust veganesti....hvað er málið?

Haraldur Davíðsson, 28.4.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband