5.6.2009 | 17:18
Röð aðgerða breytir miklu um árangur allra verka...
Nýlega var samþykkt að veita föngum færi á að enda afplánun sína í vímuefnameðferð...þetta er svosem góðra gjalda vert, en hvað er verið að gera með því í raun og veru ?
Það þykir mér undarleg stefna sem einungis tengir vímuefnameðferð fanga við lok afplánunar, en ekki upphaf. Bæði er það uppgjöf fyrir, og viðurkenning, á lyfja- og vímuefnamisnotkun í fangelsum..og einnig er verið að kasta á glæ kjörnu tækifæri til að koma fanga í afplánun með það markmið að bæta sig...ef hægt er að láta fanga hefja afplánun með "hreinan" líkama, er vonin til bata mun meiri, möguleikarnir á að einstaklingurinn verði betri borgari og skili sér ekki aftur í fangelsið, óvéfengjanlega meiri, og þetta á ekki síst við um yngstu fangana. Fíkill sem er á leið í afplánun, er fyrst og fremst á leið þangað vegna fíknar sinnar...svo eigi betrun hans að eiga möguleika, er nauðsynlegt að gera mönnum kleyft að hefja afplánun í meðferð/afeitrun......mig langar að vita hvað stendur í vegi fyrir þessu...
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Heilbrigðismál, Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað á að byrja á því að afeitra menn og láta þá svo í afplánum en ekki enda á því.
Hannes, 5.6.2009 kl. 23:16
sammála....en ekki hvað
Hólmdís Hjartardóttir, 5.6.2009 kl. 23:22
Mér finnst hinsvegar fáránlegt að afeytra fyrst og loka þá síðan innan um aðra dópista á dóphælinu. Þarna á ég við að afeytrun er líklegri til árangurs eftir vist með fíklum en á undan vist því áranguríkast fyrir afeytraða fíkla er að skipta um félagsskap eftir meðferð. Þót auðvitað sé sárt að þurfa að vera ósammála Hólmdísi.
Offari, 10.6.2009 kl. 13:06
það er nú þegar edrú-gangur á Hrauninu, þar sem þeir sem vilja halda sér edrú og byrja sína persónulegu uppbyggingu í afplánuninni, frekar en eftir hana fá að vera í friði.
Að gefa ekki tækifæri til meðferðar í byrjun, er mikil misnotkun á kjörnu tækifæri til að betra fólk.... og útfrá heilbrigðissjónarmiðum, þá má leiða líkum að því að sjálfsmorðs-tilfellum fækki, einstaklingurinn sé betur í stakk búinn til að takast á við lífið og frelsið, og endi því síður aftur í afplánun.
Haraldur Davíðsson, 11.6.2009 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.