Lítill fengur........í því að kjósa um sömu öflin áfram...

....það er alveg ljóst í mínum huga að hugtökin vinstri og hægri-pólitík, eru úrelt og gagnslaus.

Beggja vegna snýst allt um skítkast og yfirgang, um flokkshagsmuni og pot.......

...stjórnvöld eru nú að reyna að halda því fram að með kosningum í vor sé verið að koma til móts við kröfur fólks um breytingar.....hahahahahahahahahahaha......mikið óskaplega halda þau að við séum heimsk. Það þarf að stokka þetta upp á raunhæfan hátt, losna útúr flokkaruglinu, losna við einkavinafélögin.

Allar yfirlýsingar stjórnvalda um að það sé verið að koma til móts við okkur, eru merkingarlaust hjal.

Steinn Steinarr orðaði þetta svona í kvæðinu Lítill fengur.

ÞAÐ BJARGAST EKKI NEITT, ÞAÐ FERST, ÞAÐ FERST.

ÞAÐ FELLUR UM SJÁLFT SIG OG ER EI LENGUR.

SVO MARKLAUST ER LÍF ÞITT OG LÍTILL FENGUR,

OG LOKS ER EINS OG EKKERT HAFI GERST.

 

AF GLERI STROKIÐ GAMALT RYK OG HJÓM

ER GLEÐI ÞÍN OG HRYGGÐ Í RÚMI OG TÍMA.

ÞAÐ ANDLIT SEM ÞÚ BERÐ, ER GAGNSÆ GRÍMA,

OG GEGNUM HANA SÉR Í AUÐN OG TÓM.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Heyr Heyr!!!!!!!!!!!!

persónulega myndi ég vilja algjöra umbyltingu og breytt samfélag!

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Við komumst ekki af með minna...

Haraldur Davíðsson, 21.1.2009 kl. 01:39

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þakka Óskar, en ég veit ekki hvort ég er rétti maðurinn....en flokkaleysið hugnast mér.

Haraldur Davíðsson, 21.1.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Galeiðustörfin kenna fólki aðeins eitt, og það er að  hata skipsstjórann, og fyrirlíta böðulinn með svipuna....allar galeiður eru í sífelldri hættu á uppreisn, og því er valdbeiting eina ráð skipsstjórans...

Haraldur Davíðsson, 21.1.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband