Sameinaðir stöndum vér! Sundraðir föllum vér!

Nú eru merkilegir tímar, ríkisstjórn var hrakin frá völdum, lögregla og almenningur slasa hvor annan, gas og logandi bál. Fjárhagur þjóðarinnar er  rjúkandi rúst, traust fólks á samfélaginu er uppurið, og það ætlar jafnvel að ganga svo langt að fólk fari bara aftur að sofa.

Þó er huggun harmi gegn, að upp hafa sprottið grasrótarsamtök út um allt, með það að markmiði að endurskipuleggja kerfið. Þau eru með mismunandi áherslur, en öll ganga útfrá því að henda flokkakerfinu. Ég hef orðið var við mikinn áhuga fólks á því að fara aðra leið en þá sem við höfum farið, mínum mótmælum og margra annara var beint gegn ríkjandi kerfi sem hefur brugðist algjörlega, og er löngu úrelt. Það er þess vegna afar mikilvægt að grasrótin sameinist, og vinni saman að breiðfylkingu fólks sem vill gera lýðræðinu hærra undir höfði en flokksræðinu. Ef grasrótin sameinast ekki er ekki víst að hún standist flokkahirðinni snúning, og það væri hrikalegt.

Við stöndum frammi fyrir tækifæri til að þroska lýðveldið okkar unga, laga það að vilja þjóðar, fremur en flokka og einkavinafélaga, og tryggja að aldrei aftur verði framtíð æskunnar stolið og hún seld úr landi. Ég er persónulega bjartsýnn á að ef við sameinumst um verkefnið, þá stöndum við uppi með nýtt og betra Ísland. Eins er ég viss um að ef við sameinumst ekki, þá gengur það ekki upp. Allir tilburðir fólks til flokkadrátta og sérhagsmunahópamyndunar, eru leifar af gömlum hugdanagangi í pólitík, það mætti jafnvel alveg hætta að nota það hugtak, pólitík, þetta er orðið sóðalegt orð.

Ég vil hvetja alla til að kynna sér það starf sem nú fer fram í grasrótinni, og finna sér ástæðu til að leggja sínar skoðanir og væntingar til málanna, við þurfum að byggja nýtt Ísland, og við þurfum að byrja á teikniborðinu.

Við eru ÞJÓÐIN,verum EIN þjóð!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég mæli með að byltingin ger byltingu hjá Íslandshreyfingu og frjálslyndum án þess að stela meginmarkmiðum þeirra. Koma þar á opnu prófkjöri þar sem atkvæðafjöldinn ræðir niðurröðun á listana. Ég efast um að tími verð til að stofna nýtt stjórnmálafl fyrir kosningar sem vill koma þjóðini aftur á rétta braut. Að vísu er Íslandshreyfingin í fjárskorti svo erfiðara verður að koma honum á fót en fólk hefur mismunandi áherslur svo best væri að koma byltingunni í tvo flokka.

Offari, 30.1.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hmmm, ég þarf að pæla aðeins í þessu Offari, svo skal ég svara þér, þetta er umhugsunarvert.

Haraldur Davíðsson, 30.1.2009 kl. 01:37

3 Smámynd: Hannes

Það sem þarf er að allir vinni saman og myndi breiðfylkingu í staðinn fyrir að vinna hver í sínu horni því að það hentar gömlu flokkunum best. Ekki svo vitlaus hugmynd hjá Offara.

Hannes, 30.1.2009 kl. 01:56

4 Smámynd: Offari

Ég kom með nánari útskýringu á hugmynd minni ásamt hráum hugmyndum um úrbætur á óstandinu á bloggsíðu minni. http://offari.blog.is/blog/offari/entry/789390

Offari, 30.1.2009 kl. 02:01

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég las pistilinn Offari, pg mér líst vel á flest, og er sammála þér um ESB, en ég þarf að skoða þetta aðeins með sjálfum mér..

..en ég vona að þú sért einn af þeim sem eru að vinna í grasrótinni.

Haraldur Davíðsson, 30.1.2009 kl. 02:08

6 Smámynd: Offari

Það er lítill baráttuandi hér fyrir austan enda bítur kreppan ekki eins fast á landsbyggðina. Eina sem ég get gert hér er að blogga mig til blóðs. Ég hinsvegar stend með grasrótini.

Offari, 30.1.2009 kl. 02:24

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hugmundum þínum mætti nú samt koma á framfæri við hreyfinguna. Og baráttan þarf einmitt að taka til allra landshluta, það gengur ekki upp að hún einskorðist við höfuðborgina...

Haraldur Davíðsson, 30.1.2009 kl. 02:27

8 Smámynd: Offari

Málið er að landsbyggðin stendur með ykkur. En hún hefur hinsvegar ekki heyrt neinar hugmyndir um úrbætur. Það er ekki nóg að fella ríkisstjórnina og skilja svo þjóðina eftir úrræðalausa það er einfaldlega bein leið í sama farið aftur.

Ef þú getur komið mínum hugmyndum á framfæri og líka safnað saman öðrum hugmyndum til að leita að leið sem þjóðin getur sameinast um væri það vel þegið. Ef engar hugmyndir koma endum við bara aftur í sama farinu.

Offari, 30.1.2009 kl. 11:15

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Skoðaðu hóp á facebook sem heitir Nýtt Framboð, hann er eeki stór en þar hafa komið fram athygliverðar hugmyndir um lausnir og breytingar, sem og hugmyndir um nýja stjórnarskrá  .http://umraedur.lydveldisbyltingin.is/ er líka hópur með hugmyndir...svo má minna á Njörð P. Njarðvík, nyttlydveldi.is..

Haraldur Davíðsson, 30.1.2009 kl. 11:41

10 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála því að sameina kraftana. Því þjóðin á ekki að sitja hjjá og láta níðast á sér endalaust. Stofnaði ekki Jóhanna Sigurðardóttir Þjóðvaka? Hvernig væri að sameina þjóðina í einni lýðræðisfylkingu og stofna alveg nýtt lýðræði með nýja stjórnarskrá.

Þjóðin verður að taka til sinna ráða.

Ég þigg EKKERT frá gömlu flokkunum lengur.

Stillum upp sterkum lista á stjórnlagaþing og framboð.

Útfærsluatriði hvort er á undan en ég treysti ekki gömlu flokkunum til að framkvæma stjórnlagaþingið.

Það hljómar vel en er samt of gott til að vera satt eins og Framsókn leggur til í skilyrðum fyrir stuðningi sínum við ríkisstjórnina.

Vilborg Traustadóttir, 30.1.2009 kl. 12:09

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Flokkakerfið og þingræðið einfaldlega verður að víkja.

Haraldur Davíðsson, 30.1.2009 kl. 12:23

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hei þið öll verðið að mæta á næsta sunnudag á framhalds stofnfund hjá Grasrótinni sem fyrirhugaður að verði að Borgartúni 3  á næsta sunnudag klukkan 13.00

Guðni Karl Harðarson, 3.2.2009 kl. 22:21

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Jamm

Haraldur Davíðsson, 3.2.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband