Hvað veldur?

Hvað veldur því að fólk vill ekki viðurkenna að það umhverfi sem það hefur valið sér, er rangt ?

Hvað er það sem heldur fólki föstu í rútínu sem það þekkir og kann, og sættir sig við stöðnunina?

Er það vaninn? Eða óttinn við hið óþekkta? Er það metnaðarleysi, eða skammsýni.....

...fólk heldur dauðahaldi í hugmyndir sem ekki standast tímans tönn og leitast í örvæntingu við að finna einhvern flöt á því að láta þær virka. Fólk jafnvel þráast við þrátt fyrir auglósan ávinning af hinu gagnstæða, þrátt fyrir að þrái þeirra hafi slæm áhrif á umhverfið, og annað fólk. Það gengur svo langt að fólk yfirgefur ekki það umhverfi sem hentar þeim alls ekki.

Þetta á við um óskabarn þjóðarinnar, Davíð Oddsson, sem situr sem fastast þrátt fyrir augljósan vilja þjóðarinnar, álit þeirra sem starfa í kringum hann og álit sérfræðinga erlendis, sem allir segja það sama; Davíð þarf að fara. Þetta á einnig við um stjórnmálamennina, sem þráast við að viðurkenna að flokkakerfið er orðið úrelt. Við höfum ekki þörf fyrir það lengur og það er tilberi á lýðræðinu okkar, mergsýgur það og skilur okkur eftir með flokksræði. Þannig er það einnig með atvinnupólitíkusa sem ekki þekkja þjóð sína í sjón, þótt þeir séu í sama herbergi, afneita því að hafa umboð til valds, segjast hafa valdið, þeir hafi unnið til þess.

 Þetta á einnig við um þá sem styðja þetta úrelta kerfi vegna hagsmuna sinna, eða af einhverri af fyrrgreindum ástæðum, og ráðast heiftarlega á alla þá sem halda öðru fram, kalla það jafnvel ógn við lýðræðið ef fleiri en þeir fá að hafa áhrif! Þeir sjá ekki að þetta kerfi étur okkur upp, það hefur nú þegar kostað okkur uþb allt, en samt er þráast við að verja örlagavaldana.

Og þetta á einnig við um þá sem halda að nú sé byltingunni lokið og allt verði gott, svo nú geti þau farið aftur að sofa.......

.....hvað veldur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það sem veldur er í raun óvissan. Þótt byltinguni hafi tekist að reka ríkisstjórnina ríkir ennþá óvissa um framtíðina. Ef engin kemur með úrlausnar stefnu kosningum er fýtt til að til ný öfl fá ekki tækifæri til að koma sínum málum á framfæri sem vantar í það tómarúm sem skapast hefur. Staðreyndin er einfaldlega sú að flokkarin eri jafn úrræðalausir og annað fólk í landinu. Hinsvegar hafa flokkarnir áralanga reynslu af blekkingaraðferðum til að stíja frá nýjum hugmyndum.

 Það þarf öfluga baráttu til að koma nýjum hugmyndum í gegn. En þær verða líka að koma upp á yfirborðið til að leyfa fólki að melta það sem í boði er. Fjórflokkarnir hafa heldur engar úrlausnir boðið svo ég tel að sá sem ríður á vaðið muni ná tölverðu forskoti og jafnvel fylgi ef vörnin er sterk. Því er áríðandi að byltingin fari að vinna saman að ásættanlegum hugmyndum.

Hvað Davíð vin minn varðar þá efast ég um að sátt náist fyrr en hann stendur upp. Ég vona svo sannarlega aðhanns kröfur um starfslokasamning miðist af þeim hug sem hann segist bera til þjóðarinar og setji þjáðarhag ofar en eigin hag. Ég kenni honum ekki um hrunið frekar en öðrum stjórnmála og embættismönnum. Ég tel að auðvaldið hafi spunnið slíkan gildruvef að vonlaust hafi verið að sleppa frá gildruni.

Því tel ég að allir vafi um heilindi þurfi að fara. Þetta kosta er það er líka dýrt að láta vafan gera embættismenn máttlausa. Algjör uppstokkun er því nauðsynleg stemmt að því að eyða vafa er því forgangsmál.

Offari, 30.1.2009 kl. 13:05

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er svo gott að sofa bara Halli og láta aðra hugsa fyrir sig og framkvæma(geisp).......zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

Georg P Sveinbjörnsson, 30.1.2009 kl. 19:19

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Jú Georg ábyrgðarleysið er þægilegt....þangað til að ......

...en nú gildir að hafa hátt, leyfa fólki ekki að sofa.....

Haraldur Davíðsson, 30.1.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Allir sjálgræðgis þyggja biðlaunin. Sem segir okkur ýmislegt.Og Geir þakka Dodda vel unnin störf. Þetta fólk er svo veruleikfyrrt að það er með ólíkindum. 

Sammál þér með algera uppstokkun, þetta er allt sama gamla tuggan. Ég er amsk. orðin ansi leið á henni. Út með flokka og inn með fólk. Sem er í einhverju sambandi við umheiminn og fólkið í landinu. 

Rut Sumarliðadóttir, 31.1.2009 kl. 12:04

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Heyr heyr......

Haraldur Davíðsson, 31.1.2009 kl. 12:08

6 Smámynd: Kristján Logason

Sundrung sú sem sjallar reyna af miklum mætti að skapa er einmitt gerð til að fólk annað tveggja sofni eða missi áhuga. Alið hefur verið á hræðslu við breytingar að Bushisikum sið. Fólk erð því pínu ruglað í rýminu.

Það er valdhöfum ekki í haga að fólk sé að skipta sér af. Með þöggunaraðferðinni fengu menn að haga sér að vild og fólk hreint og beint er ekki vant því að vakna svona. Það er í raun enn í svefnrofanum að átta sig á því að það er kominn nýr dagur. Dagur þar sem það er ekki lengur þræll heldur þáttakandi.

Það þarf eins og þú segir að sjá til þess að fólk snúi sér ekki á hina hliðina og haldi áfram að sofa af því að það er svo miklu auðþedara og þægilegra en að takast á við daginn og verkefni hans.

Kristján Logason, 1.2.2009 kl. 13:56

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það þarf að horfa gegnum reykinn....þetta sígur allt að sama marki, það á ekki að viðurkenna siðþrot flokkakerfisins.

Það má ekki láta undan nú, framtíð þjóðarinnar er að veði, og fólk þarf að vakna, það bjargar enginn málunum fyrir okkur, við þurfum að gera það sjálf!

Við erum þjóðin, verum ein þjóð!

Haraldur Davíðsson, 1.2.2009 kl. 15:35

8 Smámynd: Hlédís

Heyr!

Hlédís, 1.2.2009 kl. 22:48

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 3.2.2009 kl. 11:33

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér varð bara óglatt þar sem þú talar um Davíð Oddson sem óskabarn þjóðarinnar Þú ert að grínast ekki satt. Í mínum augum er hann meinsemd (krabbamein) hennar! Þar sem þú spyrð hvers vegna hann neiti að fara þá er svar mitt: Vegna þess að hann er ...veikur. Veit ekki hvort ég hef rétt fyrir mér en einhvern vegin hefur það alltaf blasað við mér! Kannski er ég bara svona vond...

En kannski! bara kannski! losna margir úr álögum meðvirkninnar þegar hann verður loksins farinn. Ef það gerist ekki þarf ég að hugsa þetta svar mitt alveg upp á nýtt!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.2.2009 kl. 22:49

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ójú Rakel, grín er það....

Haraldur Davíðsson, 6.2.2009 kl. 04:03

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er mörgum ljósárum frá öllu gríni börnin góð. Spillingin, veruleikafirringin og siðblindan hefur sest svo að í samfélagi valdamanna og fésýslumógúla að þjóðin er orðin samdauna og vandræðagangurinn birtist í því að gera grín að öllu saman.

Þegar stjórnmálamenn segja að hér ríki lýðræði þá finn ég til undan högginu. Við megum ekki lengur gefa þessu fólki færi á að niðurlægja okkur undir hinu falska merki lýðræðis. Nú verðum við að fylgja eftir kröfunni um gerbreytta stjórnskipan og jafnframt leggja áherslu á ábyrgðina sem stjórnvöld bera gagnvart þjóðinni og ábyrgðina á embættisverkum sínum. Og þessari ábyrgð krefst ég að verði framfylgt með viðurlögum. Og þessi viðurlög eiga að miðast við þunga þeirrar stöðu sem í hverju tilviki skal binda um ákvæði í lögum. Og við eigum að gera stjórnsýsludómstól virkan. Um hann eru lög en ég man ekki til að embættisfærslur hafi verið bornar undir hann og látið á hann reyna.

Mér sýnist að öll rök séu til að ætla að hruni þjóðarbúsins hefði mátt afstýra að miklu leyti ef brugðist hefði verið við þeim ströngu varnaðarorðum sem okkur bárust frá erlendum greiningarstofnunum fyrir nærri tveim árum síðan.

Og ég neita að taka við "æi fyrirgefðu, þetta bara fór svona og nú skulum við standa saman öll sem einn."

Árni Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 16:31

13 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Heyr Árni, ég er svo sannarlega sammála þér. Grínið mitt var það eitt að kalla DO óskabarn...annað er ekkert grín, og stjórnsýsludómstól...já takk....og viðurlög...já takk og þótt fyrr hefði verið.

Allt þetta hjal um samstöðu úr átt atvinnupólitíkusa hljómar svona á góðri íslensku; MAMMA, EKKI VERA REIÐ...GERÐU ÞAÐ..MÁ ÉG VERA LENGUR ÚTI AÐ LEIKA...GERÐU ÞAÐ!?

BURT MEÐ FLOKKAKERFIÐ, BURT MEÐ ÞINGRÆÐIÐ!

Haraldur Davíðsson, 6.2.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband