6.3.2009 | 11:40
Eru undirmenn dómsmálaráðherra að halda úti fólki við að grafa undan samborgurum sínum, og stimpla það geðveika glæpamenn....
...á netinu? Á þræði Hlédisar vinkonu minnar (disdis), hafa verið einstaklingar ákafir mjög að sverta heiður þeirrar ágætu konu, sem og annara, og gert það undir dulnefni. Þetta er svosem ekkert nýtt, en það sem er nýtt er að þegar ip-tölurnar eru skoðaðar kemur í ljós að þessar persónuárásir eru að koma úr tölvu í tölvumiðstöð dómsmálaráðuneytis......!!!!
Hvað er í gangi? Er þetta gert með vitund yfirmanna? Er þetta gert í óleyfi? Er þetta eitthvað sem flokkast sem eðlileg vinnubrögð? Er verið að siga fólki á samborgara sína með það verkefni að grafa undan heiðri fólks, og gera það tortyggilegt? Er verið að vinna markvisst að því að þagga niður í fólki...sverta mannorð þeirra?
Hvað finnst ykkur um að það séu einstaklingar að störfum hjá framkvæmdavaldinu sem vinna jafn ósvífið gegn lýðræðinu?
Einhver reyndi að afsaka þetta á forsendum tjáningarfrelsis...hahahahah....það á augljóslega ekki við um þetta....þetta er grafalvarlegt mál og ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja ráðuneytisstjórann að gera hreint fyrir dyrum ráðuneytisins, enda eign okkar, ekki þeirra sem vinna þar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ljótt er ,ef satt reynist. Því skora ég á þann sem hefur þessar upplýsingar undir höndum að koma þeim strax til setts dómsmálaráðherra og ef það dugar ekki til að birta þessar uppl. á netinu og láta dómstóla götunnar sjá um málið. með kveðju
Sveinbjörn Eysteinsson, 6.3.2009 kl. 13:21
Sammála, en það er ekki mitt að ákveða...en þetta er eitthvað sem þarf að vera opinbert....
Haraldur Davíðsson, 6.3.2009 kl. 13:26
http://vgunnar.blog.is/blog/vgunnar/entry/821339/
Gunnar Sigurðsson í framboði fyrir VG. Rakst á þessa bloggfærslu hans..... Spurning er hversu algengir snatarnir eru frá Dómsmálaráðuneytinu? Allaveganna þá benti ég Gunnari á þetta með Hlédísi, og það virðist sem það hafi þaggað í voffunum í bili... Væri forvitnilegt að sjá hvort sömu snillingarnir eru að gjamma á blogginu hans?
magus (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 18:53
Það má enginn vafi leika á heilindum framkvæmdavaldsins.....það verður að upplýsa hvers kyns er, og bregðast við því. Séu þetta skipulagðar aðgerðir þá er varla hægt að kalla það neitt annað en fasisma, ef um er að ræða brot á reglum þarf að taka á því.
Við eigum embættin og eigum einnig skýlausa kröfu á að hreint sé fyrir dyrum þeirra...
Haraldur Davíðsson, 7.3.2009 kl. 11:04
tek undir svo hvín í fjöllunum
Hólmdís Hjartardóttir, 8.3.2009 kl. 16:42
Ég las þetta og þetta er ótrúlegt og það á að reka þá sem skrifa þetta enda er ekki hægt að treysta ráðuneyti sem lætur svona viðgangast.
Hannes, 8.3.2009 kl. 23:54
Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta sé með ráðum gert....
Haraldur Davíðsson, 9.3.2009 kl. 00:35
Þetta er ekki gott mál,sem verður að stöðva. Ég tel samt óráðlegt að láta" dómstóla götunnar" sjá um málið.
Með kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 9.3.2009 kl. 14:45
Sammála því..en einhversstaðar verður umræðan að byrja, og einhvernveginn þarf að þrýsta á breytingar...en ég held að þetta tiltekna mál sé komið í pródúktívan farveg.....það er búið að hafa samband við viðkomandi aðila.......
Haraldur Davíðsson, 9.3.2009 kl. 15:20
Gott ad tekid var á hlutunum!
Sporðdrekinn, 9.3.2009 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.