Blysför til Jóku.......hvað varð um bálför kerfisins?

Hvernig stendur á því að allur bógur er úr mótmælunum? Hvernig stendur á því að nú flykkjast spekúlantar byltingarinnar til liðs við FLOKKANA?

Þetta þykir mér fádæma undirlægjuháttur, að gefast upp nú, á lokasprettinum látum við flokkakerfið síga framúr...þetta er ekki handboltaleikur!! Það þýðir ekkert að segja " það gengur betur næst", það gagnast ekki að fara bara aftur að sofa!!  

Ég tek undir með Evu Hauks og segi að þeir sem ákafir börðu sína potta og höfðu hátt á Austurvelli, en ganga nú erinda flokkanna eru BYLTINGARSVIKARAR......sem hefðu verið hengdir upp í næsta staur fyrr á tímum...

Framtíð okkar er enn á spilaborðinu...peningarnir okkar eru enn í höndum þjófa, vernduðum af spilltum pólískussum...flokkar sem eru við stjórnvölinn nú eru máttvana og sundurlausir enda hagsmunir þeirra mikilvægari en þjóðarinnar....eins og tíðkast yfirhöfuð í þessu ólánskerfi sem flokka/einkavinakerfið sem við höfum burðast með eins og hlekki um háls okkar...

BURT MEÐ FLOKKAKERFIÐ! BURT MEÐ ÞINGRÆÐIÐ!


mbl.is Blysför til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Vel skrifaður pistill hjá þér Haraldur og þú ert greinilega mjög góður penni. Ég er  

Sammála þér í meginatriðum nema að ég vil ekki kalla neina byltingasvikara. Leiðtogadýrkun hefur aldrei gefið góða raun, sér í lagi hér á klakanum. Þó svo að mér þykir margt til Jóhönnu Sigurðardóttur koma er ég á því að við megum ekki falla í þá gryfju að blindast einhverjum dýrðarljóma og ekki sjá hana í réttu ljósi. Slíkt gerðist með Davíð Oddson og gæti líka gerst með Jóhönnu ef hún fær ekki réttláta gagnríni en er hafin sem einhver bjargvættur landsins upp til skýjanna.

 Persónulega...

vil ég ekki eiginleg flokksræði en er hlintur fulltrúarræði. Þá ég við að við kjósum okkar fulltrúa en hann kemur úr flokkum sem bjóða sig inn á þing..

t.d mætti velja fimm þingmenn og það skiptir ekki máli úr hvaða flokki viðkomandi kemur.  

Brynjar Jóhannsson, 11.3.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þakka, Brynjar. Ég get fallist á að flokkarnir berjist um þingið, en þá aðeins ef skilið verður að fullu milli löggjafar- og framkvæmdavalds.

Meirihluti á þingi má ekki þýða meirihluti í ríkisstjórn. Að flokkahagsmunir geti stýrt ráðuneytum ríkisins er mikill útúrsnúningur á lýðræðinu, þykir mér...

Haraldur Davíðsson, 11.3.2009 kl. 22:35

3 Smámynd: Offari

Byltingin átti að hertaka frjálslynda. Málið er að byltingin þurfti að koma mönnun á þing til að ná fram þeim breytingum sem þarf að gera. Flookunu hefur tekist að sundra samstöðuni og því er byltingin að tapa fyrir flokksræðinu. Pólitíkin hefur skemmt baráttuna og sett samstöðuna í frí.

Offari, 11.3.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Nákvæmlega Offari..og það er mikil synd og sofandaháttur....

Haraldur Davíðsson, 12.3.2009 kl. 00:30

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Búsáhaldabylting gæti þegar upp er staðið reynst til lítils og hálfgert andvarp frá svikinni og blekktri þjóð sem hefur það ekki í sér að rísa almennilega gegn arðráni og spillingu. Nokkur ný andlit munu sjást, en það þekkja margir fólk sem fór fullt af hugsjónum og krafti á þing en fékk litlu áorkað og varð smásaman samdauna rotnu kerfinu, hönnuðu til að viðhalda völdum þeirra sem sitja að þeim og hafa lítinn áhuga á að deila of mikið með sér eða jafna kjörin, brauðmolarnir eru það sem almenningur á að gera sér að góðu eins og venjulega. Fásinna að ætla að elítan hér á landi sé eitthvað göfugri en í öðrum löndum.

Georg P Sveinbjörnsson, 12.3.2009 kl. 02:19

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Heyr heyr..kerfið er einmitt hannað til að haga sér eftir vindátt þegar kemur að því að það þarf að réttlæta sig...

Haraldur Davíðsson, 12.3.2009 kl. 03:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband