8.5.2008 | 11:50
Bandaríkin hjálpa...............sjálfum sér!
8.5.2008 | 09:25
Hverjir eiga skilið aðstoð?
Matvælasendingar hindraðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2008 | 15:41
ESB og fátækrahverfin.
6.5.2008 | 12:53
EKKI DÆMA PRESTINN;HANN MEINTI ÞETTA EKKI ILLA...................
5.5.2008 | 00:10
Hvað skal gera við Fritzl?
3.5.2008 | 14:27
Holdið er veikt....og andinn líka.
Að missa stjórn á skapi sínu og verð svolítið undarlegur á meðan,er bara mannlegt.Að beita ofbeldi er það líka.Ekki ákjósanlegasta aðferðin,en mannleg.Það má svo,hinsvegar færa rök fyrir því að sumum leyfist síður en öðrum að missa stjórn á sér og kringumstæðum.Til dæmis lögreglunni.Á sama tíma er lögreglu heimilt ,með lagasetningu,að beita borgarana ofbeldi við vissar kringumstæður.Það er svo mat yfirmanna hverju sinni hvenær beita skuli "hörðum"aðferðum.Þarna er að mínu mati brotalöm sem þarf að laga.Það er vafasamt að það skuli engir óháðir koma að.Hvorki við stefnumótun né við ákvarðanatöku.Ljóst er að Ágúst brást við af ofsa og árásargirni.Það hefur hann fúslega viðurkennt.En ef ofsi og árásargirni geta haft áhrif á ákvarðanir hjá lögreglu á vettvangi,þarf að taka á því.Ekki síst í ljósi nýjustu drauma um rafbyssur og aukin umsvif vopnaðrar lögreglu.Það þykir mér ljóst að eitthvað þarf að auka við þjálfun og kröfur til lögreglu ,áður en við hlöðum á þá meiri vopnum.Aukin almenn löggæsla er tvímælalaust besta vörnin gegn glæpum.Til dæmis er ótti manna við erlendar glæpaklíkur ástæðulaus.Hér er þrátt fyrir allt ekki mikið að hafa fyrir þessar klíkur.Hér er allt smátt í sniðum og það gilda þarna sömu lögmál og í öðrum viðskiptum,ef þetta verður of dýrt þá fara menn annað.Að fara þá leið að bíða og búa sig undir það versta, þá ekki bara gera þeir ekkert annað á meðan,heldur fá þeir það sem þeir óttuðust mest.FRIÐUR.
Missti stjórn á skapi sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það sem gerðist var óumflýjanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2008 | 16:07
Byssur drepa ekki fólk.....ekki satt?
1.5.2008 | 13:05
Hvers á guð að gjalda?
29.4.2008 | 14:06
Lýðveldið Ísland.
Það er alveg merkilegt hvað sumum gengur illa að skoða sjálfa sig á Íslandi.Á dögunum var kveikt í vw jeppabifeið sem stóð við hús eiganda síns,(eða kannski frekar umráðamanns),um miðja nótt.Eigandi kveðst hafa orðið var við mannaferðir við bílinn og hlaupið út á sokkaleistunum,enda fílhraustur og í fínu formi.Ekki tókst honum þó að ná bófunum,sem voru víst tveir,og þurfti því frá að hverfa.Eigandinn kveðst engu að síður vita hver hafi verið að verki og nafngreinir mann sem staddur er á Thailandi.Saga þessara tveggja er ekki ný,og er eflaust ekki lokið,en bíleigandi mun hafa komið nærri ofbeldi og ofbeldishótunum í máli þar sem meintur brennuvargur var þolandi.Eru þetta því hefndaraðgerðir að mati bíleiganda.Einu gleymir hann samt sem áður,það eru talsvert fleiri í fortíð bíleiganda sem hefðu ærna ástæðu til að vilja honum illt og hafa sjálfsagt glott útí annað yfir fréttunum.Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að þetta hafi bara verið vel sloppið hjá honum,en nóg um það.Svipað sjáum við sífellt hjá okkar blessuðu stjórnmálamennum,sbr borgarmálin.Við horfum endalaust uppá kjörna fulltrúa fólksins haga sér eins og okkur komi ekkert við hvað þeir segja og gera....nema náttúrulega rétt fyrir kosningar.En vandinn er samt ekki falinn hjá misvitrum stjórnmálamennum.Hann er ekki einu sinni falinn,hann liggur hjá okkur sem bölsótumst í heita pottinum og á kaffihúsum landsins og mætum svo strokin og slétt í sparifötunum á kjörstað til að leyfa sama fólkinu að raða sér aðeins öðruvísi saman í stjórn.
Er kannski búið að tala við okkur eins og börn svo lengi,að við erum sjálf farin að haga okkur eins og börn?Við sitjum með fýlusvip og tár í augum eftir að hafa verið rekin inn í herbergið okkar,og tuðum ofan í bringuna á okkur,uns við megum aftur koma á kjörstað.En við erum ekki börn!Það á enginn að leysa,efnahagsvandann t.d,fyrir okkur!Við eigum að gera það sjálf.Það erum jú við sem mætum og kjósum ekki satt? Við eigum skilið allt það sem við kjósum yfir okkur,segja sumir,en við erum að kjósa meðan við sofum.Við eigum skilið samfélag sem er stærra en kreditkort.En við þurfum að sækja það sjálf! VERA VAKANDI!!! friður.